135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:00]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér eru greidd atkvæði um tillögu sem gerir ráð fyrir því að starfshættir grunnskóla skuli m.a. mótast af virðingu fyrir manngildi og mannréttindum. Ég geri ráð fyrir því að hér verði bætt inn í greinina orðinu „mannréttindi“. Þó að tveir hv. þingmenn Samfylkingarinnar hafi séð ástæðu til að geta um það hér að breytingartillögur mínar hafi ekki fengið næga umræðu í nefndinni þá lýsi ég því yfir að full ástæða er til þess fyrir samfylkingarfólk og hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins líka að taka afstöðu til þessarar tillögu hér og nú. Hún er ekki flókin og þarfnast ekki sérstakrar umræðu. Þetta er spurningin um að bæta orðinu „mannréttindi“ inn í þá þætti sem móta skólastarf í grunnskólum. Ég segi já.