135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:12]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Þessi breytingartillaga og nokkrar aðrar breytingartillögur á breytingartillöguskjali mínu varða það að náms- og starfsráðgjafar verði sérstaklega skilgreindir í lögunum sem hluti af starfsfólki skóla en ekki sem hluti af sérfræðingum sem leita beri til. Ég tel breytingartillögu meiri hlutans ekki ganga nægilega langt.

Ég vil miða við að náms- og starfsráðgjafar fái löggildingu eða lögverndun starfsheitis síns og þessi grein ásamt öðrum sem um þetta mál fjalla, breytingartillögur frá mér sem varða þennan þátt, lúta að því að náms- og starfsráðgjafar fái löggildingu og verði þess vegna taldir sem fullgilt starfsfólk skóla en ekki sem hluti af sérfræðingunum sem starfa þar.