135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:26]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Gerð var ágætlega grein fyrir breytingartillögu meiri hluta menntamálanefndar um að leggja til að markmiðsákvæði frumvarpsins hljóðaði þannig að starfshættir grunnskóla skyldu mótast af kristinni arfleifð íslenskrar menningar. Með þeirri breytingartillögu lagði meiri hlutinn mikið á sig til að koma til móts við þau sjónarmið sem uppi voru varðandi þann þátt málsins.

Nú er það lagt til að í 2. mgr. 25. gr. verði tiltekið í lögunum sérstaklega að í aðalnámskrá skuli getið um kristinfræðikennslu. Við í meiri hlutanum leggjum til að í jafnréttismálum og kennslu í trúarbragðafræði verði þar gert hátt undir höfði. Kristin fræði eru auðvitað þar undir en ég tel óvarlegt að samþykkja tillögu hv. þingmanna vegna þess að með því erum við á gráu svæði með hliðsjón af þeim dómum sem Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um og fellt dóma um hvað þessi atriði varðar. Ég segi nei.