135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[17:30]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér er aftur verið að greiða atkvæði um rétt nemendafélags til að fá skólanámskrá og starfsáætlanir til sérstakrar umfjöllunar og umsagnar. Ég ítreka það sjónarmið mitt að okkur ber skylda til að reyna að tryggja kunnáttu og þátttöku ungra nemenda í grunnskólum í lýðræðislegu ferli eins og því að taka afstöðu til gagna er varða námsumhverfi þeirra og nám í einu og öllu. Ég tel að þessi tillaga sé ekki til bóta heldur sé hún til baga. Ég get því ekki verið samþykk henni og greiði atkvæði gegn henni.