135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

menntun og ráðning kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla.

288. mál
[18:27]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn erum mjög ánægðir með að sjá að þetta frumvarp verða að veruleika. Það er afar vel unnið og staðið að þessu máli í menntamálanefnd og við fögnum því að hér sé kveðið á um ýmis réttindi kennara. Við teljum afar mikið gæfuspor að verið sé að styrkja og efla menntun þeirra sem kenna í leik-, grunn- og framhaldsskólum landsins. Mér þykir reyndar miður að umræða um þetta góða frumvarp skyldi hafa farið fram að næturlagi. Um leið var umræðan mun styttri og sundurleitari en umræður um til að mynda um leikskóla- og grunnskólafrumvarpið og einnig framhaldsskóla að sjálfsögðu en það hefði getað orðið. En við framsóknarmenn styðjum frumvarpið í heild sinni og þau meginprinsipp sem þar koma fram.