135. löggjafarþing — 108. fundur,  26. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[20:30]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég fór yfir þetta atriði í ræðu minni og tel reyndar og gat þess að mér þætti Samfylkingin og hæstv. iðnaðarráðherra hafa gengið langt til móts við Sjálfstæðisflokkinn og of langt frá þeim markmiðum sem var stefna okkar framsóknarmanna. Ég hefði kosið að þarna væru áfram tveir þriðju hlutar eða 66%. Við Framsóknarmenn munum því leggjast gegn þessum gjörningi.