135. löggjafarþing — 108. fundur,  27. maí 2008.

ættleiðingar.

578. mál
[00:14]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Herra forseti. Ég tek undir rökstuðning hv. formanns allsherjarnefndar. Þetta er í sjálfu sér einfalt mál en mikilvæg réttarbót fyrir þá einstaklinga sem sækjast eftir að ættleiða börn. Það hefur orðið svo að biðtími þeirra sem sækja um verður stöðugt lengri, erfiðleikarnir eru miklir og þá rennur út þetta forsamþykki. Hér er verið að koma til móts við þessar brýnu þarfir.