135. löggjafarþing — 109. fundur,  27. maí 2008.

flutningur stjórnsýslu- og eftirlitsverkefna á sviði lax- og silungsveiði o.fl. til Fiskistofu.

531. mál
[12:12]
Hlusta

Frsm. sjútv.- og landbn. (Arnbjörg Sveinsdóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Af því að ég gleymdi í fyrra andsvari mínu að taka það fram þá tel ég þetta á engan hátt dæmigert. Samstarf ríkisstjórnarflokkanna er sérstaklega gott og þar vinna menn saman af miklum heilindum. En það er alveg eðlilegt að við þær aðstæður hafa menn aðeins viljað setja fyrirvara sinn við þetta og sjá þá til hvort menn gerðu grein fyrir einhverjum fyrirvara þegar menn væru búnir að kynna sér málið heldur betur, en segja má sem svo að þarna hafi þeir sem kannski hafi þekkt málið langbest ekki skrifað undir með fyrirvara.