135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

tilkynning.

[10:06]
Hlusta

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég tek eftir því að orðalag hæstv. forseta í upphafi þessa fundar varðandi tillögu um lengri fund er með sama hætti og í gær. Þá kom fram af hálfu formanns þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs að það væri okkar skilningur, og við legðumst að sjálfsögðu ekki gegn því, að fundir stæðu fram á kvöldið og þá væri eðlilegt að það væri fram undir miðnætti og er sá skilningur er áréttaður hér. Við óskum ekki eftir atkvæðagreiðslu um tillöguna.