135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:18]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Því lengri sem leigutíminn eða afnotarétturinn er, þeim mun meira líkist hann eignarréttinum. Hér er hins vegar um hámarksafnotarétt að ræða, hámarkstíma. Með því að sett verður inn í ákvæðið heimild eða áskilnaður um að hægt sé að endurnýja leigutímann þegar helmingur hans er liðinn þá tel ég óhætt og rétt að minnka þennan hámarkstíma. Það hefði verið betra ef þingheimur hefði viljað samþykkja b-lið 1. tillögu minnar um að þessi réttur væri gagnkvæmur, að bæði eigendur og leigjendur auðlindarinnar gætu haft sama rétt. En þetta er hámarkstími og með endurnýjunarákvæði ættu 35 ár að vera nóg og ég segi já.