135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:37]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Að því samþykktu að slíta eigi upp með lögum hitaveiturnar í landinu og heimila sölu á hluta úr þeim þá er skömminni skárra að það sé þó ákvæði um meirihlutaeign almennings í þessum miklu og öflugu fyrirtækjum okkar. Þó að við höfum greitt atkvæði gegn tillögu um einfaldan meiri hluta vegna kröfu okkar um aukinn meiri hluta þá styðjum við 12. gr. frumvarpsins óbreytta.