135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:41]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Hér er um að ræða bráðabirgðaákvæði sem opnar fyrir það að sérlög um orkufyrirtæki, m.a. um Orkuveitu Reykjavíkur, verði tekið til endurskoðunar með það að markmiði að fella þau brott að hluta eða öllu leyti. Þá er væntanlega verið að tala um að fella lög um þessi sérfyrirtæki undir ákvæði hlutafélagalaga. Ég tel að með þessu felist fyrirheit um uppskiptingu og einkavæðingu þessara fyrirtækja og tel ekki (Forseti hringir.) að veita eigi iðnaðarráðherra heimild til þess. Ég segi nei.