135. löggjafarþing — 111. fundur,  28. maí 2008.

breyting á lögum á auðlinda- og orkusviði.

432. mál
[10:49]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil fylgja eftir ræðu minni um málið og lýsa því yfir fyrst og fremst sem þingmaður — en ekki síður vegna þess að rætt er um tvíhöfða nefnd — sem sveitarstjórnarmaður og stjórnarmaður í orkufyrirtæki, sem verkfræðingur og ekki síst sem íbúi og orkunotandi að ég fagna því að málið er komið jafnlangt eins og raun ber vitni og styð að sjálfsögðu að það fari til 3. umr.