135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

tilhögun þingfundar.

[18:04]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Þingmönnum til upplýsingar um fundarhald næstu klukkutímana vill forseti tilkynna að matarhlé verður frá klukkan 7.30 til 8. Atkvæðagreiðslur verða klukkan 8. Þegar gengið verður til dagskrár verður tekið fyrir 16. dagskrármálið, Stimpilgjald, og framhald umræðu um það frá síðasta fundi. Nú fer fram áður boðuð utandagskrárumræða um símhleranir á árunum 1949 til 1968. Málshefjandi er hv. þm. Helgi Hjörvar. Dómsmálaráðherra Björn Bjarnason verður til andsvara.