135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar SÞ.

[20:06]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna umræðu sem farið hefur fram um fundarstjórn forseta getur forseti greint frá því að ekki liggur neitt þingmál fyrir en í ljósi þess sem fram kom hjá hæstv. forsætisráðherra mun forseti að sjálfsögðu greiða fyrir því að hægt verði að bregðast við komi fram beiðni um það frá hæstv. sjávarútvegsráðherra að hann geri með einum eða öðrum hætti grein fyrir því máli sem hér var til umræðu.