135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

viðbrögð ríkisstjórnarinnar við áliti mannréttindanefndar SÞ.

[20:06]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Ég þakka þau svör sem hæstv. forsætisráðherra gaf og einnig þau svör sem hæstv. forseti þingsins gaf okkur um það að ef sjávarútvegsráðherra óskar eftir því eða vildi koma að yfirlýsingu um málsmeðferðina eða upplýsingum til þingsins verði orðið við því. Ég þakka þau svör. Þau liggja þá fyrir og beinist það þá eingöngu að hæstv. sjávarútvegsráðherra hvernig hann vill kynna okkur þingmönnum stefnuna í málinu.