135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

lokafjárlög 2006.

500. mál
[20:34]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við höfum heyrt hér efnisríkar ræður varðandi lokafjárlög fyrir árið 2006 í dag. Ég vil ítreka að fjárlaganefnd leggur áherslu á að markvisst verði unnið að gerð frumvarps til lokafjárlaga á þann hátt að því verði hraðað innan hvers árs þannig að leggja megi það fram samhliða ríkisreikningi í samræmi við 7. gr. og 45. gr. fjárlaga. Tæknilega séð sýnist fátt því til fyrirstöðu og ætti það að geta gerst við framlagningu lokafjárlaga fyrir árið 2007 og ríkisreikning þess árs.

Því ber að fagna að fjármálaráðuneytið og Ríkisendurskoðun hafa tekið undir þessa skoðun og álit fjárlaganefndar.