135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

uppbót á eftirlaun.

547. mál
[20:40]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Það sem hér er verið að greiða atkvæði um er svokölluð uppbót á lífeyri. Við í Frjálslynda flokknum munum styðja þetta mál en við höfum bent á að þær skerðingarreglur sem eru í gildi hjá Tryggingastofnun ríkisins valda því að þessar greiðslur nýtast illa og miklu verr en ætti að vera. En við munum styðja málið.