135. löggjafarþing — 112. fundur,  28. maí 2008.

atvinnuréttindi útlendinga o.fl.

338. mál
[22:11]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þá þannig að íþróttamenn og gáfufólk má vinna hjá tveimur, þremur eða fjórum atvinnurekendum, en aðrir venjulegir mega bara vinna hjá einum atvinnurekanda. En þeir geta leitað sér að vinnu hjá öðrum. Ef þeir fá jákvætt svar um það geta þeir skipt um atvinnu. Er þetta réttur skilningur? (Gripið fram í.)

Fólkinu sem er verið að veita hér réttindi er mismunað eftir því hvort það sparkar bolta eða horfir í smásjá annars vegar eða hvort það vinnur hins vegar með höndunum í fiski eða við götuhreinsun eða smíðar svo dæmi sé tekið. Það er svarið.