135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

viðauki við fjögurra ára samgönguáætlun 2007–2010.

519. mál
[14:03]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi Sundagöng þá liggur ekki fyrir nein afstaða þingflokksins til þeirra, svo að það sé sagt hér.

Ég vil þakka hv. formanni nefndarinnar fyrir svörin varðandi þessar tvær framkvæmdir og það er þá skýrt að átt er við að kostnaður geti orðið minni vegna hagstæðra aðstæðna til útboða þannig að hægt væri að vinna meira fyrir sama fé.

Í nefndarálitinu stendur, með leyfi forseta:

„Nefndin beinir því til samgönguráðuneytis að það verði skoðað með tilfærslum milli liða í áætluninni.“

Það var það sem ég hnaut um.

Hv. formaður á eftir að svara seinni spurningu minni sem er um rannsóknarfé til jarðganga þar sem því er beint til ráðuneytisins að það verði aukið. Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það hvar ráðherra á að hafa fé til þess.