135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:14]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér er annars vegar verið í raun að færa til lagagreinar úr beinum lagabálkum, þ.e. lögum um almannatryggingar og lögum um heilbrigðisþjónustu, og hins vegar er verið að skjóta styrkari stoðum undir stofnun sem stofnað var til með lögum fyrir jólin á hv. Alþingi.

Við framsóknarmenn studdum ekki þá grein, 18. gr. þeirra laga sem kvað á um stofnun þessara sjúkratrygginga. Í sambandi við atkvæðagreiðslu sem hér fer fram munum við styðja þær breytingartillögur sem komu fram hjá meiri hlutanum en hins vegar munum við sitja hjá við nýjar greinar sem eru hugsaðar til að skjóta styrkari stoðum undir þessa nýju stofnun sem verður dýr í rekstri og mun þar að auki kalla á mikinn mannafla til að hægt sé að standa í þeim samningum sem þar er kveðið á um.