135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

tilkynning.

[15:07]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill geta þess að það er samkomulag á milli þingflokka að fundur geti staðið lengur en til kl. 8 í kvöld.

Svo háttar til með breytingartillögur á þskj. 1210, 1213 og 1214 að of skammt er liðið frá útbýtingu þeirra til að þær megi koma á dagskrá þessa fundar. Því þarf að leita afbrigða og verður þeirra leitað.