135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

fundarstjórn.

[17:20]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Ég hafði óskað eftir að ráðherra kæmi hér og gerði grein fyrir því hvers vegna hún vék svo freklega sem raun ber vitni frá því samkomulagi sem náðst hafði um nýja löggjöf og lagði fram þetta frumvarp sem við höfum verið að ræða. Ég hefði kosið, virðulegi forseti, að ráðherrann ætti kost á að taka þátt í umræðunni og gera grein fyrir svörum sínum áður en henni lyki.