135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

frístundabyggð.

372. mál
[20:22]
Hlusta

Kristinn H. Gunnarsson (Fl):

Virðulegi forseti. Eitt af þeim ákvæðum sem var sett inn í frumvarpið í félagsmálaráðuneytinu eftir að sáttanefndin skilaði af sér var að setja ákvæði um að óheimilt væri að semja um leigu af landi til skemmri tíma en 25 ára. Hér er lagt til að breyta því þannig að óheimilt verði að semja til skemmri tíma en 20 ára en ég tek undir flokksskýringar formanns nefndarinnar sem eru þær að þetta ákvæði eigi aðeins við þegar um framlengingu á samningi er að ræða en takmarki ekki samningstíma þegar um nýjan samning er að ræða. Ég vildi vekja athygli á þessu og halda þessum skilningi til haga og tel reyndar skynsamlegt að breyta þessu ákvæði frumvarpsins milli 2. og 3. umr.