135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

opinberir háskólar.

546. mál
[20:36]
Hlusta

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Herra forseti. Það hefur verið dálítið talað um það í umræðu um þetta mál og önnur að breytingartillögur séu látnar líða fyrir hverjir flytja þær [Hlátrasköll í þingsal.] en það er nú einu sinni þannig að þegar fram koma tillögur sem eru þess virði að þær séu samþykktar þá get ég ekki annað en mælt með samþykki þeirra. Það á við um þessa ágætu tillögu sem minni hluti menntamálanefndar flytur og það sama á reyndar við um liði nr. 16 og 22 á þskj. 1166. Ég legg því til að þessi breytingartillaga verði samþykkt og vonast til að hv. þingmenn geri það.(Gripið fram í.)