135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

grunnskólar.

285. mál
[21:06]
Hlusta

Kolbrún Halldórsdóttir (Vg):

Hæstv. forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um tillögu sem kölluð var aftur við 2. umr. sem lýtur að því að grunnskólar skuli sjá nemendum fyrir málsverði á skólatíma í samræmi við opinber manneldismarkmið og málsverður samkvæmt þeirri grein skuli vera nemendum að kostnaðarlausu. Þetta er í samræmi við meginstefið í menntastefnu Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs. Ég segi já.