135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

framhaldsskólar.

286. mál
[21:12]
Hlusta

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um frumvarp til framhaldsskóla. Það er alveg sama á hvaða stigi þetta mál hefur verið statt. Um það hefur verið ágreiningur frá fyrstu mínútu til hinnar síðustu. Við framsóknarmenn munum því sitja hjá við atkvæðagreiðslu.

Ég vil svo taka það fram vegna þess að nú lýkur von bráðar afgreiðslu þessara skólamála að við í minni hlutanum höfum barið í borð. Oft hef ég verið á undan að berja í borðið en iðulega komið á eftir í pontu, það geta sessunautar mínir staðfest. Ég vil beina þeim tilmælum til forseta um að skoða það næst.