135. löggjafarþing — 113. fundur,  29. maí 2008.

almannavarnir.

190. mál
[21:21]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við göngum til atkvæðagreiðslu um frumvarp til laga um almannavarnir að lokinni 2. umr. Ég vil leggja áherslu á að frumvarpið er ávöxtur mikillar vinnu bæði í aðdraganda þess að frumvarpið er lagt fram og eins í þinginu þar sem vandlega hefur verið unnið að því og leitað leiða til að samræma sjónarmið ólíkra aðila sem að þessum málum koma.

Ég held að frumvarpið sé til þess fallið að styrkja þá starfsemi í landinu sem lýtur að almannavörnum. Ég legg áherslu á það að þingmenn standi við bakið á meiri hluta allsherjarnefndar við þær breytingartillögur sem við leggjum fram en þær koma í mörgum og veigamiklum atriðum til móts við ályktanir þeirra sem um málin hafa fjallað.