135. löggjafarþing — 114. fundur,  29. maí 2008.

endurskoðendur.

526. mál
[22:09]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði meðal annars um einingu tengda almannahagsmunum, þ.e. að þar á meðal teljist lífeyrissjóðir, en svo er ekki almennt í Evrópusambandinu. Ég ætlaði að láta skoða þetta í hv. efnahags- og skattanefnd milli 2. og 3. umr. en ekki voru gefin færi á því í því samkomulagi sem gert var hér í kvöld sem ég vissi ekki um en það er andstætt 2. mgr. 39. gr. þingskapa sem segir, með leyfi hæstv. forseta:

„Breytist frumvarp við 2. umræðu skal nefnd fjalla um frumvarpið að nýju áður en 3. umræða hefst ef þingmaður eða ráðherra óskar þess.“

En það var ekki gefinn kostur á því að þingnefnd kæmi saman.