135. löggjafarþing — 115. fundur,  30. maí 2008.

fundarstjórn.

[01:48]
Hlusta

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S):

Virðulegi forseti. Mér var gert viðvart um það í kvöld að þetta svar hefði ekki borist og finnst mér miður að ekki skyldi takast að ljúka gerð svarsins þannig að það næði hingað inn í Alþingi í tæka tíð. Ég hef þær upplýsingar að þetta hafi reynst tímafrekara en áætlað var, hér er um að ræða fyrirspurn sem tekur bæði til starfa landbúnaðarráðuneytisins, sjávarútvegsráðuneytisins og hins sameinaða sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og skýrir það þessa töf. Það var auðvitað ekki ætlunin að svona tækist til en þetta gerist einfaldlega, tíminn var ekki nægur þegar á átti að herða að ljúka málinu í tæka tíð eins og áætlað hafði verið og bæði mér og ráðuneytinu þykir það miður.