135. löggjafarþing — 116. fundur,  2. sept. 2008.

skýrsla forsætisráðherra um efnahagsmál.

[17:54]
Hlusta

Illugi Gunnarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað hið fyrra varðar tók ég það einmitt fram í svari mínu til hv. þm. Bjarna Harðarsonar að ég teldi óráð að hlaupa til og gera lagabreytingar um Seðlabanka Íslands. Ég held að það væri ábyrgðarlaust við þessar aðstæður.

Á sama tíma tel ég — hef lengi verið þeirrar skoðunar og hef lýst henni bæði í ræðu og riti á undanförnum árum — að núverandi peningamálastefna henti einfaldlega ekki við þær aðstæður sem eru uppi í heiminum. Við verðum að finna betri lausnir á stjórn peningamála.

Hvað síðari spurninguna varðandi upptöku evru og hvort ég væri sammála hv. þm. Árna Páli Árnasyni í málflutningi hans er svarið einfalt: Nei.