135. löggjafarþing — 117. fundur,  3. sept. 2008.

svar frá mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna.

[13:51]
Hlusta

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Einar K. Guðfinnsson) (S):

Virðulegi forseti. Það kom m.a. fram í ítarlegu og vel rökstuddu svari okkar að ætlunin væri að setja á laggirnar nefnd sem hefði það hlutverk að vinna úr fyrirheitum sem komu fram í stjórnarsáttmálanum og taka jafnframt frekar til efnislegrar meðhöndlunar þær ábendingar sem fram komu frá mannréttindanefndinni.

Ég vona að þessi nefnd verði skipuð nú alveg á allra næstu dögum eða vikum og að sú nefnd gæti þá farið að vinna í þessum efnum. Hv. þingmaður spurði hvort það væri að vænta sérstakra tillagna í þessa veru nú í haust og svarið er nei.