135. löggjafarþing — 117. fundur,  3. sept. 2008.

stefna ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum.

[14:03]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Verður þá gengið þeirrar utandagskrárumræðu sem boðuð var um stefnu ríkisstjórnarinnar í virkjana- og stóriðjumálum. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Iðnaðarráðherra verður til andsvara.

Samkomulag er um umræðuna og stendur hún í tvær klukkustundir. Málshefjandi og ráðherra hafa 15 mínútur og aðrir flokkar 10 mínútur í 1. umferð. Í 2. og 3. umferð hafa ræðumenn flokkanna 5 mínútur. Í lok umræðunnar hafa málshefjandi og hæstv. iðnaðarráðherra 5 mínútur hvor.