135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

Viðlagatrygging Íslands.

651. mál
[12:34]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta mál felur í sér auknar fjárskuldbindingar af hálfu ríkissjóðs og allt í lagi með það. Samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins, séu ekki heimildir inni á fjárlögum þá ber, jú eins og hefur komið fram, að leita ber heimilda á fjáraukalögum. Málið gæti þess vegna verið það brýnt að ríkisstjórnin fái heimild til þess að samþykkja þessar fjárskuldbindingar án þess að fjáraukalög liggi fyrir, gott og vel. En samkvæmt lögum um fjárreiður ríkisins ber engu að síður að gera fjárlaganefnd grein fyrir málinu um leið og ríkisstjórnin hefur samþykkt sína fyrir þessu. Ákvæði þetta stendur í fjárreiðulögum. Mér finnst þetta rétt og það er mjög mikilvægt að menn fylgi þeim lögum og reglum og stjórnsýslu sem gilda um meðferð fjármuna ríkisins. Þess vegna benti ég á þetta og tel að ráðherrar eigi að hafa þetta rækilega hugfast.