135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

Viðlagatrygging Íslands.

651. mál
[12:37]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég skil nú ekki í hæstv. ráðherra að vera svona viðkvæmur og viðskotaillur út af þessu. Viðlagatryggingasjóður er algjörlega á ábyrgð ríkisins og tekjustofnar hans eru ákveðnir með lögum og hann starfar á ábyrgð ríkisins og skuldbindingar hans eru hluti af samstæðuskuldbindingum ríkissjóðs.

Ef vantar aukið fjármagn, segjum að sjóðinn vanti aukið fjármagn, þá er jú ríkissjóðs að hlaupa þar undir bagga og mér finnst það í sjálfu sér allt í lagi því ríkissjóður er jú okkar sjóður og þó hann velji að verja ákveðnum viðfangsefnum ríkisábyrgðarinnar gagnvart almenningi með þessum hætti í sambandi við Viðlagatryggingasjóð — allt í lagi með það — en hins vegar allt í lagi að fylgja settum leikreglum og ætti enginn að þurfa að vera sérstaklega hörundsár yfir því.