135. löggjafarþing — 118. fundur,  4. sept. 2008.

alþjóðleg þróunarsamvinna Íslands.

442. mál
[15:50]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta hygg ég að sé mikill misskilningur. Við erum að fjalla hér um lög á Alþingi, um það hvernig við ætlum að skipa málum í utanríkisráðuneytinu. Við erum að ræða lög um nákvæmlega það efni. Það er okkar alþingismanna að hafa á því skoðun og hafa áhrif á hvernig málum er þar skipað. Þannig að það er Alþingis en það er ekki einkamál ráðherra eða framkvæmdarvaldsins hvernig þessum málum er skipað.