135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:52]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ekki var miklar skýringar að finna í þessu svari: Breytt skipulag á fyrirhuguðum fundum Alþingis í haust varð til þess að ekkert var unnið í sumar. Þetta gengur því miður ekki upp.

Ég held líka að það sé nauðsynlegt að hafa í huga að ekki var tekið tillit til einnar einustu breytingartillögu sem kom fram í sumar og voru þær þó margar mjög vel ígrundaðar og nauðsynlegar. Við vinstri græn höfum tekið nokkrar þeirra upp í tillöguflutningi okkar. Við ætluðum ekki að hafa mikinn tillöguflutning við 3. umr. en hv. meiri hluti heilbrigðisnefndar sá ástæðu til að leggja fram breytingartillögur upp á hátt í þrjár síður frá heilbrigðisráðuneyti en ekki eina einustu tillögu frá þeim fjölmörgu félagasamtökum og hagsmunaaðilum, fagaðilum í heilbrigðisþjónustu, sem komu með ábendingar um það sem betur má fara í þessu frumvarpi, og það er miður.