135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:02]
Hlusta

Frsm. 2. minni hluta heilbrn. (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er ágætisorðháttur í tungumáli okkar sem segir: veldur hver á heldur. Og það er alveg rétt hjá hv. þingmanni að það voru samþykkt lög um heilbrigðisþjónustu og það var nefndarstarf í gangi í tíð ráðherra Framsóknarflokksins í heilbrigðisráðuneytinu sem laut að því að skoða nýjar leiðir.

En ég verð bara að segja það hreint út að ég treysti ekki Sjálfstæðisflokknum til þess að fara þannig með framkvæmd hinna nýju laga sem væntanlega verða sett hér í dag eða á morgun, að það verði viðunandi. Það kemur fram í öllum málflutningi hv. formanns heilbrigðisnefndar hvað það er sem stendur til. Það stendur til að fara út í grundvallarbreytingar á heilbrigðiskerfinu hvað það varðar að færa reksturinn inn í einkarekstur og það sem sumir kalla (Forseti hringir.) einkavæðingu. En ég geri mér grein fyrir því að hv. formaður er mjög viðkvæmur fyrir því orði.