135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:03]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn stóð sig vel í því að koma nýju heilbrigðisþjónustulögunum í gegn og náði samstöðu meðal allra flokka. Hv. þingmaður hefur m.a. sagt að hann treysti ekki Sjálfstæðisflokknum eða ráðherrum Sjálfstæðisflokknum til þess að halda utan um heilbrigðisþjónustulögin og hugmyndafræðina sem þar liggur að baki.

Mér finnst það mikill ábyrgðarhluti ef þingmaður sem talar fyrir Framsóknarflokkinn segir að löggjöf sem hún stóð að á sínum tíma sé sett fram með þeim hætti að það sé eingöngu einhver einn stjórnmálaflokkur sem geti framfylgt henni. Það verður að gera lög þannig úr garði að þau standist tímans tönn og geti fylgt þeim ráðherrum og þeim flokkum sem eru á hverjum tíma. Ég (Forseti hringir.) tel að Framsóknarflokkurinn ætti aðeins að hugleiða þetta.