135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:04]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ætla að leiða hjá mér að sinni tilraunir hv. þingmanns til að gera tengsl mín við verkalýðshreyfinguna tortryggileg. Það var eitt sem ég vildi hins vegar leiðrétta í málflutningi hv. þingmanns en það er að hún skellir skuldinni á Framsóknarflokkinn þegar samningurinn var gerður við Sóltún á sínum tíma. Sá samningur var gerður í fjármálaráðuneytinu samkvæmt forskrift Sjálfstæðisflokksins. Og sú forskrift fékk falleinkunn hjá ríkisendurskoðanda þegar hann sagði að ástæðan fyrir því að Sóltún reyndist skattborgaranum kostnaðarsamari væri vegna þess að Sóltún yrði að greiða eigendum sínum arð. Þetta var forskrift Sjálfstæðisflokksins og ég skrifa Sóltún á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Samningurinn var gerður í fjármálaráðuneytinu.

Síðan er spurning mín. Það segir í greinargerðinni með frumvarpinu að það sé byggt á reynslu Breta. Hvar var leitað fanga Í Bretlandi? Við hverja var rætt? Á hvaða gögnum er byggt? (Forseti hringir.)