135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:06]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Setningin í greinargerð ríkisendurskoðanda varðandi arðsemi í Sóltúni hefur alltaf valdið mér einhverju hugarangri vegna þess að ég hef hvergi séð þá setningu setta fram með einum eða neinum hætti frá hendi stjórnvalda. Það er mín skoðun, heilbrigðisyfirvalda, fjármálaráðherra, heilbrigðisráðherra, að þegar verið er að semja við aðila, burt séð frá rekstrarformi, þá eigi þeir að standa jafnfætis. Það eigi ekki að gera ráð fyrir arðsemi sérstaklega til þeirra aðila sem koma að verkefninu á einkarekstrarlegum grunni.

Því hefur verið haldið fram að þetta sé einhver forskrift á vegum stjórnvalda, að einkaaðilar eigi að skila arðsemi. Það á ekki að vera markmið ríkisins (Forseti hringir.) sérstaklega í samningum þannig að ég tek ekki undir þetta sjónarmið sem kom fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar.