135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[15:07]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þingmaður segist ekki hafa séð þessa setningu en hún hefur séð bókhaldið og hún hefur samþykkt fjárlög ár eftir ár sem gera ráð fyrir hærri framlögum hlutfallslega til Sóltúns en annarra hjúkrunarheimila. Það er verið að mismuna og það er gert á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins og samkvæmt stefnu hans sem við erum hér að gagnrýna.

En hvernig stendur á því að ég fæ ekki svör við þeirri spurningu sem ég bar fram? Ég spurði hvar leitað hafi verið fanga í Bretlandi því það er staðhæft í greinargerð með frumvarpinu að byggt sé á reynslu Breta. Hvar eru gögnin? Hvert var leitað fanga?