135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[16:00]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég óskaði eftir því áðan að fá að bera af mér sakir en það mun ekki heimilt þannig að ég á ekki annan kost en þann að kveðja mér hljóðs um fundarstjórn forseta.

Það er greinilegt að það kemur við kaunin á sjálfstæðismönnum þegar vitnað er til virtra fræðimanna sem eru ekki sammála þeim í niðurstöðum sínum og greiningu. Hins vegar veit ég ekki til þess að nokkru sinni hafi verið gerðar athugasemdir við það þó að þingmenn leituðu fanga í fyrirlestrum, í greinum, í opinberum gögnum til að skýra mál sitt og styðja það rökum.

Það er það sem við höfum gert og ég mótmæli því harðlega að það sé borið á mig að það séu einhver óeðlileg hagsmunatengsl (Forseti hringir.) milli þingmanna og þeirra fræðimanna sem þannig er leitað til. Ég mótmæli því, (Forseti hringir.) herra forseti. Ég var spurð hér, ég var sökuð um þessi hagsmunatengsl og ég á ekki annan kost en þennan til að bera þær sakir af mér.