135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[18:05]
Hlusta

Bjarni Harðarson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil minna hv. þingmann á að rifja nánar upp hvað henni fór raunverulega um munn hér í ræðupúlti áðan þar sem hún sagði að henni blöskraði að í umræðunni í dag hefði verið alið á ótta við einkavæðingu. Síðan sagði hv. þingmaður — ég býst við að þetta verði prentað í þingtíðindum og við þurfum svo sem ekki að kvarta um það hér hvað sagt var. (Gripið fram í.) Hún sagði enn fremur að farið yrði hægt í sakirnar. Þá tók ég það svo að þar væri átt við að farið yrði hægt í sakirnar, bæði í einkavæðingunni og því sem þetta mál snýst kannski allt saman um. Ég kalla eftir því hvort hv. þingmaður sé mér sammála um að þetta frumvarp miði í raun og veru að markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins, ég hefði sérstaklega áhuga á að vita hver skoðun hv. þingmanns er á því.