135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[19:13]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það eru þeir sem bjóða út verkefnin sem ákveða hvar þau eru framkvæmd. Það verður sjúkratryggingastofnun, hin nýja stofnun, sem mun segja: Við viljum fá þjónustu þarna og þarna og þarna. Þannig er nú það.

Varðandi stjórnmálaflokkinn BSRB er einn reginmunur á honum og hinum sem fluttu inn Friedman, það er frjáls aðild að þeim samtökum sem fluttu inn Friedman. Menn ráða hvort þeir borga þar. Í BSRB er lagaskylda, lög frá Alþingi, um að allir opinberir starfsmenn skuli greiða í stéttarfélag hvort sem þeir vilja vera þar eða ekki, hvort sem þeir vilja vera eða ekki vera félagsmenn, þ.e. félagafrelsi stjórnarskrárinnar er brotið og þeir skulu borga inn í þetta fyrir skoðanir sem þeir eru á móti. Þeir skulu borga fyrir að BSRB álykti að það sé gott að Doha-viðræðurnar fóru út um þúfur.