135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[21:14]
Hlusta

Frsm. 1. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar eðli og innihald frumvarpsins þá byggist það á samkeppni og útboðum. Ég lýsi eftir skoðunum hv. þingmanns á því hvernig hann sér fyrir sér að landsbyggðin, og þá tek ég landsbyggðina alla og stærstu þéttbýliskjarnana þar, muni fara út úr samkeppninni. Telur hv. þingmaður að samkeppni verði út um land, hægt verði að bjóða út þjónustu út um land? Hverjir eiga að keppa? Hverjir eru samkeppnisaðilarnir í þessari þjónustu úti um land? Ég óska eftir að fá svör við þessu og eins vil ég spyrja: Telur hv. þingmaður að meira fjármagn komi í pottinn þegar farið verður að semja samkvæmt þessum greiningum (Forseti hringir.) eins og væntingar forstöðumanna heilbrigðisstofnana standa til?