135. löggjafarþing — 119. fundur,  9. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[22:48]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Ásta Möller) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég endurtek bara það sem ég sagði áðan, að ég a.m.k. fyrir mína parta geri ekki greinarmun á rekstrarformi svo framarlega sem þjónustan er góð, tryggir aðgengi, jafnræði, öryggi, gæði og kostnaðurinn er ekki meiri. Þá geri ég ekki greinarmun á því hverjir það eru sem veita þjónustuna.

Og ég spyr bara hv. þingmann á móti: Hvar mundi hv. þingmaður flokka heilbrigðisstarfsmeinn sem eru með samning við Tryggingastofnun? Er það „non-profit“ eða er það „profit“? Hvernig lítur hann á það? Telur hv. þingmaður að þeir samningar séu þess eðlis að það sé ekkert út úr þeim að hafa? Hvernig skilgreinir hann það? Ég hef aldrei áttað mig á hvar vinstri grænir flokka slíka samninga. Því það er náttúrlega ljóst að margir sérfræðingar fá töluvert út úr þessum samningum. Er það gróði, arðsemi, arður eða eru það laun? Ég vildi gjarnan átta mig á því hvar sú lína liggur hjá vinstri grænum.