135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

afdrif þingmannamála – efnahagsmál.

[13:36]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Vegna ræðu hv. þingmanns er það rétt eins og fram kom hjá þingmanninum að lögð hafa verið fram allmörg þingmannamál og verið til umræðu. Mörg þeirra hafa hlotið umræðu í þingsalnum og gengið til nefndar. Önnur hafa ekki hlotið umræðu og þess vegna hafa nefndir ekki fjallað um þau en þetta er eins og oft hefur viljað verða. Forseti tekur þessar ábendingar að sjálfsögðu til skoðunar. Hvernig meðferð þingmannamála er, er í höndum nefndanna eftir að nefndirnar hafa fengið þau til umfjöllunar en ég tel að það sé ekki óeðlilegt að forseti eigi gott samstarf við þingmenn um að það geti orðið breyting til þess í framtíðinni að þingmannamál hljóti meiri umfjöllun og séu afgreidd á hinu háa Alþingi.