135. löggjafarþing — 120. fundur,  10. sept. 2008.

sjúkratryggingar.

613. mál
[14:17]
Hlusta

Ásta Möller (S):

Virðulegi forseti. Hér leggur 1. minni hluti heilbrigðisnefndar til að gerðar verði breytingar á ákvæðum núgildandi laga um almannatryggingar um þjónustu ljósmæðra sem kveðið er á um að taki til aðstoðar ljósmæðra í heimahúsum.

Í nefndaráliti meiri hluta hv. heilbrigðisnefndar við 2. umr. kom fram sá skilningur nefndarinnar að undir fæðingu í heimahúsum fælist jafnframt aðstoð vegna sængurlegu sem reyndar er kveðið á um í samningum við ljósmæður í dag. Samið yrði við ljósmæður um þjónustu við sængurkonur en meiri hlutinn telur það vera takmarkandi að útlista nánar í lögum í hverju sú þjónusta felst. Enda er sængurlega og aðstoð við fæðingu einungis tveir þættir af mörgum sem samningurinn nær yfir. Því segi ég nei.