135. löggjafarþing — 122. fundur,  11. sept. 2008.

nálgunarbann.

294. mál
[18:22]
Hlusta

Frsm. minni hluta allshn. (Alma Lísa Jóhannsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst ekki rétt af hv. þm. Ellert B. Schram að segja að við séum að þrengja 1. gr. frumvarpsins með því að leggja til viðbót við málsgreinina sem snýr að öðru máli. Við erum að bæta við heimildir til brottvísunar af heimili og hún snýr ekki að því sama. Í 1. gr. er engin breyting hjá okkur við það sem nefndin hefur ákveðið.

Breytingartillögurnar sjálfar lágu fyrir Alþingi í maí síðastliðnum og ég kom með afrit af þeim inn á fund fyrir tveimur vikum og allir nefndarmenn fengu afrit. En þetta hefur legið fyrir frá því í maí.